Viðtal um Náttúrukortið og rammaáætlun

Viðtal um Náttúrukortið og rammaáætlun

Nýverið var tekið viðtal við Birtu Bjargardóttur í þættinum ?Út um græna grundu? á Rás 1, vegna nýja Náttúrukorts Framtíðarlandsins, en hún er ritstjóri kortsins. Ekki dugði einn þáttur til fyrir svo mikilvægt viðfangsefni svo viðtalið er í tveimur hlutum. Það fyrsta þann 25. febrúar, þar sem fjallað er um Náttúrukortið og svo þann 3. mars þar sem fókusinn er á sjálfa rammaáætlunina.

Framtíðarlandið réðst í gerð Náttúrukortsins eftir að Kárahnjúkavirkjun varð að veruleika árið 2008. Mikilvægi þess að upplýsa fólk var greinilegt. Það mátti ekki gerast aftur að hægt væri að ráðast í slíkar aðgerðir vegna þess að fólk áttaði sig ekki á heildarmyndinni. Nú liggur 2. áfangi rammaáætlunar fyrir en nýtt og endurbætt Náttúrukort Framtíðarlandsins gefur fólki kost á að kynna sér þær hugmyndir sem fyrir liggja og mynda sér skoðanir.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram sú mikilvæga staðreynd að frá árinu 1936-2010 hafa óspillt víðerni á landinu minnkað um 68%. Ísland er því langt frá því að vera óspillt í dag og rík ástæða til að hægja á ferðinni hvað varðar ákvarðanatöku um nýtingu og rask. ?Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að nú þegar séum við búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun gera ráð fyrir að nýta að minnsta kosti fjórðung þess sem eftir er.?

Bæði viðtölin er hægt að hlusta á hér að neðan.


Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS
moya