Möguleg Gýgjarfossvirkjun gæti haft áhrif á rennsli Gullfoss og hugsanlega breyta honum en staðsetning virkjunarinnar yrði fyrir ofan fossinn. Einnig yrðu vistgerðir, jarðvegur og landslag á svæðinu fyrir raski.
Mynd © Christopher Lund
Möguleg Gýgjarfossvirkjun gæti haft áhrif á rennsli Gullfoss og hugsanlega breyta honum en staðsetning virkjunarinnar yrði fyrir ofan fossinn. Einnig yrðu vistgerðir, jarðvegur og landslag á svæðinu fyrir raski.
Mynd © Christopher Lund
Í Hvítá og Jökulkvísl (Jökulfalli) í Árnessýslu eru hugmyndir um sex virkjanir, en þær eru Búðartunguvirkjun, Haukholtsvirkjun, Vörðufellsvirkjun og Hestvatnsvirkjun sem falla í biðflokk, og Gýgjarfossvirkjun og Bláfellsvirkjun sem falla í verndarflokk. Tvær síðasttöldu virkjunarhugmyndirnar eru hvað umdeildastar þar sem þær yrðu myndaðar ofan við Gullfoss og gætu haft mikil áhrif á rennsli hans.
Fjöldi náttúruminja er á vatnasviði Hvítár, meðal annars Hvítárvatn og Hvítárnes, Hvítárgljúfur, Pollengi, Tunguey og Höfðaflatir. Friðlýstar minjar eru Þórarinsstaðir, Laugahvammur, Búðarárbakki og Tjarnarrústin.
Í náttúruverndaráætlun 2004-2008 lagði Umhverfisstofnun fram tillögur að friðlýsingu Hvítárvatns, Hvítárness og Karlsdráttar og Brúarár, Skálholtstungu og Höfðaflata. Skálholtstunga og Höfðaflatir eru lítt röskuð votlendi við Hvítá. Pollengi og Tunguey eru votlendi og eru þau afar mikilvæg fyrir fugla og gróðurfar, en flest votlendissvæði Suðurlands eru mikið röskuð eða alveg framræst.
Nauðsynlegt er talið að halda einnig vatnasviði Hvítár neðan Gullfoss óvirkjuðu (Haukholt, Vörðufell, Hestvatn og Selfoss), meðal annars vegna margra mikilvægra fuglasvæða sem tengjast Hvítá, til dæmis ósasvæði Ölfusár. Að auki er áin notuð til flúðasiglinga. Einnig gæti virkjun við Selfoss haft áhrif á fiskgengd í Hvítá og gríðarstórt vatnasvið hennar.
Mynd © Mats Wibe Lund
Gýgjarfoss er í Jökulkvísl (Jökulfalli) sem er í nágrenni Kerlingarfjalla. Kerlingarfjöll eru á náttúruminjaskrá og ber því að vernda Kerlingarfjallasvæðið í heild sinni og halda óvirkjuðum.
Mynd © RAX
Jökulkvísl (Jökulfall) yrði stífluð við Ásgarðsfjall norðan Kerlingarfjalla með 21 MW Gýgjarfossvirkjun og myndað tæplega 14 km² miðlunarlón. Vatni yrði veitt um 7 km göng niður fyrir Gýgjarfoss þar sem aflvélum yrði komið fyrir. Stærð virkjunarinnar miðast við að Bláfellsvirkjun yrði byggð samtímis.
Ef af virkjun yrði myndu vistgerðir, jarðvegur og landslag á svæðinu verða fyrir raski. Rennsli Gullfoss myndi breytast þar sem virkjunin ætti að vera fyrir ofan fossinn.
Mynd © Christopher Lund
framtidarlandid@framtidarlandid.is
Pósthólf 267, 121 Reykjavík