Villinganesvirkjun

Jökulsár í Skagafirði

- Villinganesvirkjun

Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra teljast með verðmætustu svæða landsins ef litið er til menningarminja, jarðminja, vatnafara, tegunda lífvera, vistkerfa og jarðvegs. Ef hugmyndir Landsvirkjunar um Villinganesvirkjun ganga eftir verður rennsli Austari og Vestari Jökulsár í Skagafirði virkjað. Líftími virkjunar er í mesta lagi 80 ár.

Mynd © Mats Wibe Lund

AÐALATRIÐI UM SVÆÐIÐ

  • Jökulsárnar í Skagafirði eru á lista yfir bestu flúðasiglingaár í Evrópu.
  • Með virkjunum yrði votlendið á láglendi Skagafjarðar í hættu.
  • Villinganesvirkjun myndi hafa ófyrirséð áhrif á fornminjar í gljúfrunum þar sem hún er áformuð.
  • Á hálendinu norðan Hofsjökuls eru Orravatnsrústir sem eru sérstæðasta freðmýri landsins og búsvæði á lista Evrópuráðsins með alþjóðlegt verndargildi.
  • Verði af virkjun munu gljúfur fyllast af vatni og líftími virkjunarinnar er í mesta lagi 80 ár en þá verða gljúfrin orðin full af framburði.

Í deiglunni

Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS
moya