Gildin í lífinu eru dyggðir, tilfinningar og viðhorf sem við lærum og æfum til að verða betra fólk. Gildin í samfélaginu eflum við og styrkjum til að gera samfélagið betra. Við reynum á sama tíma að kveða niður brestina, heimskuna, grimmdina og eyðileggingarmáttinn sem knýr á.
Það var einu sinni þjóð sem bjó í landi sem hét Perú. Þetta var listfeng og háþróuð menningarþjóð sem byggði sér borg með turnum, styttum og skrauti úr skýra gulli og lifði í þessu fjöllótta landi sem friðsöm þjóð.