Búlandsvirkjun

Skaftá

- Búlandsvirkjun

Svæðið þar sem Búlandsvirkjun ætti að rísa er stórbrotið og landslag þess fjölbreytt. Það er vinsælt til útivistar. Ófærufoss, sem eitt sinn var með náttúrulega brú yfir neðri fossinn, fellur ofan í Eldgjá en Suðurorka áformar að reisa Búlandsvirkjun mjög nálægt Eldgjá. Gjáin er hluti af um 40 km langri gossprungu sem vitnar um eldsumbrot á nútíma.

Mynd © Mats Wibe Lund

AÐALATRIÐI UM SVÆÐIÐ

  • Í Eldhrauni sem nú er þakið hraungambra á sér stað mjög merkileg gróðurframvinda.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa lagt til að friðlýsa hraunið.
  • Virkjun myndi hafa áhrif á vatnsrennsli um Eldhraunið og þau áform að friðlýsa það.
  • Vatnsmagn í Tungufljóti myndi stórminnka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir það fiskalíf sem þar er.
  • Á svæðinu runnu tvö stærstu hraunflóð sem þekkt eru frá sögulegum tíma á jörðinni, úr Eldgjá árið 934 og Skaftáreldar 1783-1784.
  • Móbergshryggirnir við Langasjó eru taldir vera stórfenglegasta dæmi þessarar gosmyndunar á Íslandi og þar með á jörðinni allri þar sem móbergshryggir eru ekki þekktir annars staðar.

Í deiglunni

Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS
moya