Vandana Shiva á Íslandi

Vandana Shiva á Íslandi

Fræðikonan og aðgerðasinninn Vandana Shiva er heimsþekkt fyrir störf sín í þágu sjálfbærrar þróunar, umhverfis og mannréttinda. Hún er mikill talsmaður lífræns landbúnaðar og er einn atkvæðamesti gagnrýnandi erfðabreytinga á nytjaplöntum í heiminum. Allt frá því hún starfaði með indversku umhverfisverndarhreyfingunni Chipko á 8. áratugnum hefur hún verið harður gagnrýnandi kapítalískrar hnattvæðingar og er einn af leiðtogum samtakanna International Forum on Globalization. Vandana Shiva hefur meðal annars beitt sér gegn því að fjölþjóðleg fyrirtæki nái yfirráðum yfir matvælaframleiðslu; og gegn einkavæðingu vatns. Hún er jafnframt einn af þekktustu talsmönnum umhverfisfemínisma í heiminum og lítur svo á að baráttan fyrir jafnrétti og baráttan gegn eyðingu náttúrunnar séu tvær hliðar á sama peningnum.

Það eru EDDA-öndvegissetur, Framtíðarlandið og fleiri sem standa fyrir komu Vandana Shiva til landsins.

Fyrirlesturinn er haldinn í Háskólabíói kl. 17 í dag og er hann ókeypis. Allir velkomnir!


Svæði

  • Facebook
  • Vimeo
  • Soundcloud
  • RSS
moya