Landsvirkjun áformar að virkja í Jökulsánum í Skagafirði. Í 3. áfanga rammaáætlunar eru þrjár virkjunarhugmyndir á svæðinu, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villinganesvirkjun, en þær falla nú allar í verndarflokk.
Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra eru taldar meðal verðmætustu svæða landsins þegar kemur að menningarminjum, jarðminjum, vatnafari, verðmætum tegundum lífvera, vistkerfum og jarðvegi.
Með virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði er votlendið á láglendi Skagafjarðar í hættu. Votlendið er myndað úr framburði jökulvatnanna sem smám saman bera botnskrið, sand og aur til sjávar.
Mynd © Hlynur Stefánsson