Lagarfljót er lygnt og líkist helzt stóru stöðuvatni. Veiða menn hvarvetna í því, hver undan sínu landi. Jarðvegurinn er hinn frjósamasti og grasið kjarngott. Skiptast þar á graslendi og birkiskógar, sem sums staðar eru svo stórvaxnir að úr þeim fæst húsaviður. Auk þess er stutt til sjávar, en þangað sækja menn þorsk, hákarl og annað fiskmeti. Inni í landinu eru einnig fiskisælir lækir og stöðuvötn. - Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, Ferðabók II